Search

Opið hús hjá Húnaklúbbnum

Laugardaginn 4. febrúar var opið hús hjá Húnaklúbbnum haldið á Selasetrinu. Þangað mættu 17 hressir krakkar sem fengu fræðslu um ferskvatnsfiska, búsvæði þeirra og hegðun, ásamt því að búa til sína eigin fiskistöng. Skráning í klúbbinn hefur gengið vonum framar og er svo komið að 26 krakkar eru skráðir í klúbbinn. Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á facebook fyrir foreldra til að koma upplýsingum áleiðis til þeirra. Hópinn er hægt að finna á facebook með því að leita eftir „Húnaklúbbur“. Leiðbeinandi klúbbsins er Eric dos Santos en hann hefur verið ráðinn til Selasetursins sem rannsakandi. Hann er altalandi á íslensku og ensku og hægt er að hafa samband við hann á dossantos.eric@gmail.com.

Næsti viðburður Húnaklúbbsins er áætluð ísveiði laugardaginn 11. mars. Hafa ber í huga að einstakir viðburðir geta breyst en öllum upplýsingum þess varðandi verður komið áleiðis til forráðamanna. Við viljum hvetja fólk til að fylgjast vel með á facebook síðu klúbbsins.

Deila frétt:

Tengdar fréttir