Search

Opið hús vegna Húnaklúbbsins verður á Selasetri Íslands

Opið hús vegna Húnaklúbbsins verður á Selasetri Íslands 4. Febrúar frá 10:00 til 12:00.

Þér er boðið á opið hús hjá Húnaklúbbnum 4. febrúar frá 10:00 til 12:00. Foreldrar og börn fá þar frekari upplýsingar um Húnaklúbbinn og fræðast um venjur og búsvæði fiska yfir vetrartímann. Farið verður yfir hvernig skal klæðast fyrir næstu ferð klúbbsins (ísveiðar) og öryggi á vetrartíma. Fjórði febrúar er jafnframt síðasti dagurinn sem hægt er að skrá sig í klúbbinn. Boðið verður upp á heitt kakó og kleinur.

Deila frétt:

Tengdar fréttir