Search

Lög og reglur

Lög og reglugerðir USVH

Hér má finna þau lög og reglugerðir sem í gildi eru hjá USVH og aðildarfélögum þess.

Lög Ungmennafélagsins Víðis
Lög Ungmennafélagsins Víðis

1.grein

Félagið heitir Víðir, skammstafað U.M.F.V. Starfsvæðið er Húnaþing vestra. Heimili þess og varnarþing er Félagsheimilið Víðihlíð. Formaður er málsvari þess út á við bæði í ræðu og riti.

2.grein

Tilgangur félagsins er:

 1. að efla og vernda íslenskt þjóðerni, mál og menningu.
 2. að  vinna að hvers konar andlegum framförum og sömuleiðis verklegum framkvæmdum.
 3. að vinna að hvers konar æskulýðsstarfi sem og almenningsíþróttum. 

3.grein

Allir félagsmenn skuli þúast.

4.grein

Félagi getur hver orðið, karl eða kona sem orðinn er 6 ára að aldri. Hver félagi greiði árstillag til félagsins eftir ákvörðun aðalfundar hverju sinni. 

5.grein

Á aðalfundi skal kjósa stjórn félagsins. Skipa hana 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kosnir hver um sig til tveggja ára í senn. Þannig að formaður sé kosinn annað árið en gjaldkeri og ritari hitt árið. Á sama hátt skal kjósa varastjórn.

6.grein

Störf stjórnarinnar eru þessi: Hún skal annast allar framkvæmdir félagsmála, en þá má fela sérstökum nefndum ýmis störf. Formaður skal skrifa undir reikninga félagsins ásamt gjaldkera, þegar þeir hafa verið samþykktir. Einnig skal hann á aðalfundi félagsins gera grein fyrir starfsemi þess á liðnu ári. Hann skal og setja fundi félagsins og geri tillögu að fundarstjóra. Ritari færir inn í gerðarbók félagsins fundargerðir félagsfunda og stjórnarfunda. Einnig heldur hann félagaskrá. Einnig er hann skyldur að skrifa það, er félagið þarfnast.           

UMFV 2023

Gjaldkeri  tekur á móti inntektum félagsins og annast útgjöld þess. Skal hann halda bók yfir tekjur, gjöld og eignir félagsins. Í lok reikningsárs sem er almanaksárið gerir hann reikning og fjárhag félagsins og leggur hann fram fyrir aðalfund ásamt fylgiskjölum og athugasemdum skoðunnarmanna.

7.grein

Á aðalfundi skal kjósa 2 skoðunnarmenn og 2 til vara til tveggja ára. Gangi þeir úr sitt árið hvor. Ekki má velja þá úr hópi stjórnar eða varastjórnar. Þeir skulu yfirfara reikninga félagsins og önnur skjöl, er leggjast eiga fyrir aðalfund.

8.grein

Enginn félagi er skyldur að hafa á hendi meira er tvö félagsstörf samtímis og ekki lengur en 3 ár í senn sama starf. Getur hann þá verið laus í 3 ár. Annars eru allir félagsmenn skyldir að genga öllum störfum félagsins með þeim undantekningum, sem lögin ákveða.

9.grein

Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 15. apríl ár hvert og skal til hans boðað með dagskrá og minnst fimm daga fyrirvara með almennri auglýsingu. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Störf aðalfundar eru einkum þessi: Þar eru allir starfsmenn félagsins kosnir, úrskurðaðir reikningar þess og gerð grein fyrir athöfnum þess á liðnu ári, teknar ákvarðanir um félagsstarfið næsta ár og annað það gert, sem og lög bjóða.

10.grein

Atkvæðisrétt á fundum hafa allir félagar. Einfaldur meirihluti ræður ávallt úrslitum mála við athvæðagreiðslu, nema þar sem lög félagsins eða fundarsköp mæla öðruvísi fyrir. Atkvæði eru jafnan greidd með því að rétta upp hendina, þó má viðhafa nafnakall. Kosningar í stjórn og nefndir skulu fara fram skriflega.

11.grein

Úrsögn úr félaginu afhendist formanni, sem getur hennar á næsta fundi og gildir hún frá þeim tíma. Er stjórn félagsins heimilt að fella niður úr reikningum  félagsins ógoldin árgjöld viðkomandi félaga. 

UMFV 2023

12.grein

Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins enda sé þeirra getið í fundarboði.  Til lagabreytinga þarf ¾ hluta greiddra atkvæða.

13.grein

Félaginu verður ekki slitið nema tveir lögmætir félagsfundir samþykki slitin með minnst ¾ hlutum greiddra atkvæða. Skal þá afhenda Húnaþingi vestra eignir félagsins.

14.grein

Lög þessi öðlast gildi 26. mars 2023 og komi í stað laga sem fyrst tóku gildi 26. janúar 1930.

Gert í Þórukoti 26. mars 2023 eftir lagabreytingar sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 26. mars 2023

Lög hestamannafélagsins Þyts
Lög hestamannafélagsins Þyts

1. gr.
Nafn félagsins er Hestamannafélagið Þytur. Félagssvæði þess er Vestur Húnavatnssýsla. Heimili þess og varnarþing er heimili formanns. Félagið er aðili að LH og USVH og er háð lögum og samþykktum þeirra.

2. gr.
Tilgangur félagsins er að efla áhuga og þekkingu á hestamennsku og hestaíþróttinni á sem breiðustum grundvelli. M.a með því að:

a) gangast fyrir kennslu og þjálfun fyrir knapa og hesta.
b) að efna til sýninga og keppni í hestaíþróttum.
c) vinna að uppbyggingu og viðhaldi á mannvirkjum félagsins.

3. gr.
Félagi getur hver orðið er þess óskar og er samþykktur af meiri hluta stjórnar félagsins.

4. gr.
Stjórn félagsins skipa 5 menn kjörnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega annað árið ásamt einum meðstjórnanda. Þrír meðstjórnendur kosnir hitt árið. Stjórn skiptir að öðru leiti með sér verkum. Einnig eru kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs, tveir skoðunarmenn til eins árs ásamt 2 varaskoðunarmönnum.

5. gr.
Stjórn félagsins skipar starfsnefndir innan mánaðar frá aðalfundi. T.d. Fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, reiðveganefnd, mannvirkjanefnd, mótanefnd og aðrar nefndir eftir því sem þurfa þykir.

6. gr.
Stjórn félagsins ber að varðveita öll gögn sem geyma heimildir um störf félagsins. S.s. fundargerðir, félagaskrá, yfirlit yfir verðlaunagripi og gefendur þeirra. Stjórn er heimilt að skipa félagsmann utan stjórnar til þessara starfa.

7. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. mars ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Boða skal til aðalfundar með minnst viku fyrirvara og er fundurinn löglegur sé löglega til hans boðað. Á aðalfundi skal tekið fyrir:

1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar.
4. Lagabreytingar ef um slíkt er að ræða.
5. Kosningar skv. 4. gr.
6. Kosningar á þing USVH og LH þegar við á.
7. Önnur mál.

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum allra mála nema þegar um lagabreytingar er að ræða sbr. 9.gr.

8. gr.
Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi ár hvert. Greiði félagsmaður ekki árgjald sitt 2 ár í röð fellur hann út af félagaskrá og getur ekki orðið félagsmaður aftur nema að greiða skuld sína. Sá sem skuldar árgjald frá fyrra ári hefur ekki keppnisrétt á mótum sem félagið er aðili að. Varðandi úrtökumót fyrir Landsmót verður eigandi hests að vera skuldlaus við félagið.

9. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 greiddra atkvæða. Lagabreytinga skal geta sérstaklega í fundarboði. Lögin skulu borin undir LH og USVH.

10. gr.
Félagið verður aðeins leyst upp á löglega boðuðum aðalfundi tvö ár í röð og verður 2/3 fundarmanna að greiða því atkvæði. Verði félagið þannig leyst upp skal eignum þess komið fyrir í vörslu Húnaþings vestra þar til annað sambærilegt félag yrði stofnað í Vestur Húnavantssýslu.

11. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lög Ungmennafélagsins Kormáks Hvammstanga
Lög Ungmennafélagsins Kormáks Hvammstanga

1. grein
Félagið heitir Ungmennafélagið Kormákur, skammstafað Umf. Kormákur. Félagssvæðið er Hvammstangahreppur og nágrenni.

2. grein
Tilgangur félagsins er að auka samhug og samheldni, og vekja frjálsar og göfgandi skoðanir. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fundarhöldum, íþróttaiðkun og hverskonar samstarfi félaganna.

3. grein
Rétt til inngöngu í félagið hafa allir. Inntökubeiðni í félagið og deildir þess skulu vera skriflegar, en keppi einstaklingur undir nafni félagsins þá gengur hann sjálfkrafa inn í félagið. Innganga í deildir félagsins er innganga í félagið. Allir þeir sem ganga í félagið og deildir þess gangast um leið undir lög félagsins og Ungmennafélags Íslands.
Úrsögn úr félaginu skal undir öllum kringumstæðum vera skrifleg.
Félagsgjald í félaginu og árgjöld deilda þess skulu samþykkt af stjórn félagsins fyrir hvert ár í senn.
Félagar undir 14 ára aldri hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins, en tillögu og málfrelsisrétt.

4. grein
A) Aðalfundur félagsins skal halda fyrir lok mars ár hvert. Skal þá kosin stjórn og endurskoðendur. Fráfarandi stjórn skal á aðalfundi gera grein fyrir starfi og hag félagsins undanfarið ár. Einnig skulu endurskoðaðir reikningar félagsins bornir upp til samþykktar. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Aðalfundur félagsins er lögmætur sé til hans boðað með viku fyrirvara.
B) Aðalfundur hverrar deildar félagsins skal halda fyrir lok febrúar ár hvert. Skulu þá kosnar stjórnir og endurskoðendur. Fráfarandi stjórnir skulu á aðalfundi gera grein fyrir starfi og hag deildanna undanfarið ár. Einnig skulu endurskoðaðir reikningar deildanna bornir upp til samþykktar. Reikningsár deilda er almanaksárið. Aðalfundur deilda félagsins er lögmætur sé til hans boðað með viku fyrirvara. Deildum félagsins er skilt að skila inn endurskoðuðum og samþykktum reikningum til stjórnar félagsins fyrir aðalfund félagsins.

5. grein
A) Stjórn félagsins skipa 5 félagar,: formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann og ritara en hitt árið gjaldkera og meðstjórnendur. Formaður sér um fundarboðun, stjórnar fundum eða skipar aðra til þess. Ritari annast bréfaskriftir félagsins og færir fundargerðir. Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins. Í forföllum taka meðstjórnendur sæti formans, ritara eða gjaldkera eftir ákvæðum stjórnar.
B) Stjórn hverrar deildar skipa 3. félagar: formaður, gjaldkeri og ritari. Annað árið skal kjósa formann og ritara en hitt árið gjaldkera. Formaður sér um fundarboðun, stjórnar fundum eða skipar aðra til þess. Ritari annast bréfaskriftir félagsins og færir fundargerðir. Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins.

6. grein
A) Á aðalfundi félagsins skal kjósa 2 endurskoðendur, sinn hvort árið. Kjörtímabil endurskoðenda er 2 ár.
Stjórn félagsins skipar nefndir til að sjá um einstök verkefni, til dæmis í leiknefnd, vorvökunefnd, eignanefnd Félagsheimilisins Hvammstanga og fleiri.
B) Á aðalfundi hverrar deildar félagsins skal kjósa 2 endurskoðendur, sinn hvort árið. Kjörtímabil endurskoðenda er 2 ár.
Stjórn félagsins skipar nefndir til að sjá um einstök verkefni.

7. grein
Samstarf og samskipti félagsins og stjórnar þess annarsvegar, og deilda þess og stjórna þeirra hinsvegar verður samkvæmt neðanskráðu.
A) Hver deil verður sjálfstæð eining innan félagsins og starfar á eigin ábyrgð í fjármálum og ákvörðunartökum. Í fjármálum geta deildir ekki undir nokkrum kringumstæðum gert fjárkröfu eða fjárhagslega skuldbindingu á hendur félaginu sjálfu eða stjórn þess. Félagið mun þó styrkja hverja deild eftir bestu getu, sjá nánar í C lið.
B) Um inngöngu félaga í hverja deild gilda ákvæði 3. greinar. Hver deild heldur aðalfund eins og segir í 4. grein B, og kosningar stjórnar og endurskoðenda þeirra svo og skipan í nefndir þeirra fer fram eins og segir í 5. grein B og 6. grein B.
C) Til þess að deildir félagsins geti öðlast fjárstyrk frá félaginu þá þurfa þær að senda inn starfssáætlun og fjárhagsáætlun í byrjun hvers reikningsárs. Félagið mun samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins hverju sinni skipta bróðurlega á milli deildanna þeim fjármunum sem til skiptanna eru.
D) Um samskipti deilda félagsins við eftirfarandi aðila: USVH, UMFÍ, ÍSÍ og Hvammstangahrepp gilda eftirfarandi ákvæði. Stjórn félagsins mun fara með öll fjárhagsleg samskipti við ofangreinda aðila.

8. grein
Félaga ber eigi skilda til að hafa á hendi fleiri en 1 starf í nefndum félagsins og deilda þess og ekki lengur en 2 ár í sama starfi. Getur félagi þá verið laus við nefndarstörf í 2 ár óski hann þess skriflega. Félagi á 1. ári getur verið laus við nefndarstörf óski hann þess skriflega.

9. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi og verður ekki breytt nema á löglegum aðalfundi með að minnsta kosti 2/3 greiddra atkvæða. Lagabreytingar skal senda stjórn, eigi síðar en 1 mánuði fyriraðalfund og skulu auglýstar í fundarboði. Í öðrum málum ræður einfaldur meirihluti.

Reglugerð um íþróttamann USVH
Reglugerð um íþróttamann USVH

1. grein
Árlega skulu aðildarfélög USVH, hvert um sig tilnefna að hámarki 3 íþróttamenn til kjörs á íþróttamanni ársins. Stjórn USVH getur einnig tilnefnt allt að 6 íþróttamenn til viðbótar og skal auglýst eftir ábendingum sem skulu berast stjórn fyrir 1.des ár hvert. Greinargerð skal fylgja hverri tilnefningu. Þar skal koma fram nafn einstaklingsins og allur árangur skráður nákvæmt. Tilnefningum skal lokið fyrir 10.desember ár hvert og skulu þær kynntar aðildarfélögunum minnst viku fyrir kjör. Afhending viðurkenninga skal fara fram í síðasta lagi á héraðsþingi USVH ár hvert.

2. grein

Rétt til tilnefninga þarf einstaklingur að eiga lögheimili í Húnaþingi vestra eða stundar æfingar og keppir undir merkjum USVH eða aðildarfélaga þess og hafa náð 18 ára aldri. Þó er heimilt að tilnefna ungling sem keppir í flokki fullorðinna og er að ná það góðum árangri að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein.

3. grein
Til íþrótta teljast allar greinar íþrótta samkvæmt lögum ÍSÍ að meðtöldum starfsíþróttum þeim sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ

4. grein
Íþróttamaður ársins fær í verðlaun farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Farandgripurinn vinnst aldrei til eignar. Einnig fær hann áritaðan grip til eignar, til minja um heiðurinn.

5. grein
Stjórnarmenn USVH og stjórnarmenn aðildarfélaga USVH kjósa íþróttamann ársins. Hver þátttakandi kýs þrjá menn í 1. 2. og 3 sæti.
útreikningur: 1. sæti 4 stig 2. sæti 2 stig og 3 sæti 1 stig. Ef einstaklingarnir verða jafnir þá ræður fjöldi atkvæða í sæti úrslitum.

Samþykkt á 68. héraðsþingi USVH

Reglugerð um styrktarsjóð
Reglugerð um styrktarsjóð

1. grein
Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður USVH og Húnaþings vestra.

2. grein
Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni.

3. grein
Stjórn sjóðsins er skipuð aðalstjórn USVH á hverjum tíma.

4. grein
Tekjur sjóðsins eru ákveðið hlutfall tekna USVH af Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun héraðsþings USVH hverju sinni ásamt framlagi sveitarfélagsins Húnaþings vestra samkvæmt gildandi samningi hverju sinni ásamt frjálsum framlögum einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.

5. grein
Úthlutað er úr styrktarsjóði tvisvar á hverju ári, í apríl og nóvember. Í fyrri úthlutuninni er einungis heimilt að úthluta 50% af áætluðum tekjum sjóðsins ásamt 50% af tekjuafgangi fyrra árs sé hann einhver. Í seinni úthlutuninni er heimilt að úthluta því fjármagni sem eftir er af tekjum ársins og tekjuafgangi fyrra árs sé hann einhver.
Þeim fjármunum sem safnast hafa í sjóðnum og ekki hefur verið úthlutað, má nýta í sérstök verkefni á vegum USVH.

6. grein
Sjóðsstjórn skal halda gerðarbók og þar skulu skráðar allar umsóknir og afgreiðslur umsókna.
Sjóðsstjórnin skal setja sér vinnureglur fyrir sjóðinn á fyrsta fundi.

7. grein
Afreksfólk, afreksefni og afrekshópar sem uppfylla að minnsta kosti annað af neðangreindum skilyrðum á rétt á úthlutun úr sjóðnum samkvæmt vinnureglum sjóðsins hverju sinni.
ü Eru með lögheimili í Húnaþingi vestra og hafa verið með það í að minnsta kosti 1 ár.
ü Hafa keppt undir merkjum USVH eða aðildarfélaga þess í viðkomandi íþróttagrein á síðast liðnum 6 mánuðum og eru ennþá skráð/ur iðkandi/keppandi aðildarfélags USVH í viðkomandi grein.

8. grein
USVH auglýsir á sannanlegan hátt eftir umsóknum í Styrktarsjóðinn með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara. Til að hljóta styrk þarf viðkomandi íþróttamaður og/eða félag að sækja um á þar til gerðu eyðublaði, samkvæmt vinnureglum sjóðsins.
Sjóðsstjórnin getur einnig veitt einstakling og hóp styrk þó ekki liggi fyrir umsókn telji hún það samræmast reglugerð þessari og vinnureglum sjóðsins.
Útborganir úr sjóðnum eru samkvæmt vinnureglum sjóðsins.

9. grein
Sjóðsstjórn skal á hverju ársþingi USVH gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum.

10. grein
Sjóðurinn er hluti af samstæðu ársreikning USVH. Endurskoðendur USVH eru jafnframt endurskoðendur reikninga sjóðsins.

Samþykkt á 77. Héraðsþingi USVH 14. mars 2018.

Lög USVH
Lög USVH

 1. grein.

Sambandið heitir Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga, skammstafað USVH. Heimili þess og varnaþing skal vera í Húnaþingi Vestra. Formaður og/eða framkvæmdastjóri er málsvari sambandsins út á við í ræðu og riti.

 1. grein

Tilgangur sambandsins er að sameina krafta hinna einstöku ungmenna- og íþróttafélaga og koma fram sem samnefnari þeirra út á við.

Tilgangi sínum hyggst sambandið ná m.a. með því:

 1. a)     að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins og vera þar fulltrúi ÍSÍ, en sérráð eða aðildarfélög USVH fara með stjórn sérgreinamála innan héraðsins,
 2. b)     að annast samstarf um íþróttamál við sveitarstjórn og aðra opinbera aðila innan héraðs,
 3. c)     að varðveita og skipta milli félaganna því fé, sem til þess hefur verið veitt,
 4. d)     að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta í héraði,
 5. e)     að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðs,
 6. f)       að staðfesta lög aðildarfélaga,
 7. g)     að fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram samkvæmt gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal stjórn héraðssambandsins, ef þörf krefur, boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
 8. h)     að halda héraðsmót á hverju ári og ákveður héraðsþing nánar hvernig því skuli hagað, að hlutast til um að fyrirlestrar séu haldnir innan félaganna og að styðja og efla allt sem nytsamt og þjóðlegt er, svo sem íþróttir, félagsmál og fleira.
 9. grein.

Sambandssvæðið er Húnaþing vestra og eiga öll ungmennafélög og íþróttafélög í sveitarfélaginu rétt á að gerast aðilar að sambandinu. Félag sem óskar inngöngu í sambandið sendi stjórn USVH skriflega beiðni um það, undirritaða af stjórn félagsins og samþykkta á félagsfundi. Beiðninni skal fylgja afrit af lögum félagsins. Innganga í sambandið fer fram á næsta héraðsþingi, enda hafi félagið þá undirgengist samþykktir og reglur sambandsins. Lög aðildarfélaga skulu vera í samræmi við lög UMFÍ og ÍSÍ.

Stjórn sambandsins hefur heimild til að veita félagi bráðabirgðaaðild að USVH fram að næsta héraðsþingi.

Úrsögn úr sambandinu er aðeins lögleg hafi hún verið samþykkt á löglegum aðalfundi félagsins og skal það staðfest á héraðsþingi USVH. Aðili sem gengið hefur úr USVH getur ekki krafist endurgreiðslu á fé sem hann hefur lagt til sambandsins eða nokkurs hluta af eignum USVH.

 1. grein.

Stjórnir sambandsaðila senda starfsskýrslur sínar og félagatal til USVH.

 1. grein

Stjórn sambandsins skipa fimm menn í aðalstjórn, þ.e. formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi, en þrír eru í varastjórn. Kjörnir eru tveir skoðunarmenn og einn til vara. Kjörtímabil aðalstjórnar sé tvö ár og séu formaður og meðstjórnandi kosnir annað árið, en gjaldkeri , varaformaður og ritari hitt árið.

Varastjórn, skoðunarmenn og fulltrúi á íþróttaþing ÍSÍ séu kosnir til eins árs.

 1. grein.

Skylt er öllum félögum sambandsaðila að gegna störfum sem héraðsþingið eða stjórn kýs þá til, án tillits til þess að hvort þeir sitja fundinn eða ekki.

Stjórnin hefur heimild til að skipa nefndir til starfa milli funda eftir því sem ástæður standa til.

Stjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra og fela honum framkvæmd ýmissa verkefna.

Starfsmenn sambandsins eru ekki skyldugir til að gegna störfum lengur en tvö ár í senn og geta verið lausir jafnlangan tíma.

 1. grein

Héraðsþing skal haldið fyrir 1. maí ár hvert og til þess boðað með minnst fjögurra vikna fyrirvara, t.d. með tölvupósti til formanna aðildarfélaga sem þeir staðfesta móttöku á eða á annan sannanlegan hátt. Héraðsþing er aðeins lögmætt að 2/3 fulltrúa séu mættir. Formaður aðildarfélags er sjálfkjörinn á héraðsþing. Þar að auki skal hvert félag hafa rétt til að senda fulltrúa fyrir hverja 50 félaga eða brot úr þeirri tölu. Fulltrúi er aðeins löglegur á héraðsþingi hafi aðildarfélag sent félagatal inn á félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ (FELIX) fyrir 1. apríl og skilað starfsskýrslu. Stjórn USVH sendir formönnum félaganna eyðublöð til útfyllingar fyrir kjörbréf, samkvæmt félagatali. Við atkvæðagreiðslu almennra mála og í kosningum ráði einfaldur meirihluti á héraðsþingi.

Ársreikningar, fjárhagsáætlun og skýrsla stjórnar skal send aðildarfélögum, minnst viku fyrir héraðsþing. Á hérðasþingi skal taka fyrir skýrlu stjórnar og reikninga, álit kjörbréfanefndar, tillögður lagðar fyrir þingið, nefndarstörf, ályktanir nefnda, kosningar og önnur þau mál sem þingið leggur til.

 1. grein.

Formenn og fulltrúar aðildarfélaganna hafa atkvæðisrétt á héraðs- og aukaþingum. En aðrir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt.

Kjörbréfanefnd skal kosin í upphafi héraðsþings. Kjörbréfanefnd úrskurðar um kjörbréf fulltrúa og lögmæti þingsins.

Á Héraðsþingi skal leggja fram starfsskýrslu og endurskoða reikninga sambandsins. Reikningsárið er almanaksárið.

 1. grein.

Héraðsþing getur skipað nefndir til að hafa forystu um iðkun og keppni í einstökum íþróttagreinum sem stundaðar eru á svæðinu. Nefndum þessum skal afmarkað fjármagn. Skulu þær hafa sjálfstæðan fjárhag og starfa í samvinnu við stjórn sambandsins. Á sama hátt getur héraðsþing falið einu eða fleiri aðildarfélögum sambandsins sama hlutverk.

 1. grein.

Aukaþing skal halda ef nauðsyn krefur að mati stjórnar eða ef helmingur sambandsaðila óskar þess. Til þess skal boðað með tíu daga fyrirvara. Um fulltrúatölu gilda sömu ákvæði og fyrir héraðsþing. Ákvarðanir aukaþings gilda aðeins fram að næsta héraðsþingi.

 1. grein.

Sambandinu verður ekki slitið nema á héraðsþingi og því aðeins að 2/3 fulltrúa þingsins samþykki þá ráðstöfun. Koma þarf fram í þingboði að slíta eigi sambandinu á þinginu.

Með slíkri samþykkt er störfum þess þings tafarlaust lokið, en fráfarandi stjórn skal sitja áfram með fullu umboði. Skal hún boða til annars héraðsþings sex mánuðum síðar. Sé þá aftur samþykkt með 2/3 atkvæðisbærra fulltrúa að slíta sambandinu, skulu það heita lögleg sambandsslit. Það þing tekur ákvarðanir um hvernig eigum sambandsins skuli varið.

 1. grein

Lögum þessum verður ekki breytt nema á héraðsþingi og þá því aðeins með samþykki a.m.k. 2/3 hlutum atkvæða atkvæðisbærra fulltrúa. Tillögur til lagabreytinga skal senda stjórn USVH minnst þremur vikum fyrir héraðsþing og skal stjórn USVH senda tillögur sambandsaðilum til kynningar minnst tveimur vikum fyrir þing.

Á aukaþingi má ekki gera laga- og leikreglnabreytingar og ekki kjósa stjórn, nema bráðabirgðastjórn ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum að öðrum orsökum, eða stjórnin hefur að eigin dómi orðið óstarfhæf. Að öðru leyti gilda um það sömu reglur og um reglulegt ársþing.

 1. grein

Lög þessi öðlast gildi við staðfestingu ÍSÍ og UMFÍ. Eru þar með eldri lög úr gildi numin.

Samþykkt á héraðsþingi 20. mars 2019