Héraðsþing USVH var haldið miðvikudaginn 15. mars kl. 17:00 í félagsheimilinu Víðihlíð og var það ungmennafélagið Víðir sem sá um utanumhald þingsins að þessu sinni.

Þingið var vel sótt og fékk ungmennasambandið góða gesti frá UMFÍ, Sabínu Steinunni Halldórsdóttur landsfulltrúa og Auði Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra, og ÍSÍ, Þórey Eddu Elísdóttur fyrsta varamann í stjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri. Tilkynntar voru breytingar á framkvæmdastjóra USVH en Sveinbjörg Pétursdóttir hefur óskað eftir ársleyfi frá störfum og mun Eygló Hrund Guðmundsdóttir koma til með að leysa hana af störfum í millitíðinni.

Þá var kosið um varaformann, gjaldkera, ritara, og 3 varamenn. Halldór Sigfússon var kosinn til varaformanns, Ómar Eyjólfsson til gjaldkera, Sara Ólafsdóttir til ritara, Sveinbjörg Pétursdóttir til fyrsta varamanns, Ingveldur Linda Gestsdóttir til annars varamanns og Ragnar Bragi Ægisson til þriðja varamanns. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Elín Jóna Rósinberg hættu störfum fyrir stjórn USVH og voru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf ásamt blómvendi. Elínu Jónu var jafnframt veitt gjafabréf að skilnaði fyrir 16 ára störf sem gjaldkeri félagsins.