Search
Ritnefnd Húna afhendir stjórn USVH nýjasta rit Húna

Húni 45. árgangur kominn út

Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, er kominn út. Að þessu sinni 45. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði. 

Meðal annars efnis í ritinu nú eru: viðtal við Sigurrós Jónsdóttur á Kolbeinsá, grein um sameiningu sveitarfélaga í Húnaþing vestra eftir Pétur Vilhjálmsson, sjómerki á Vatnsnesi eftir Þórð Skúlason, frásagnir eftir Hrafnhildi Víglundsdóttur, Þór Magnússon og Benedikt Axelsson auk ljóða eftir Þórdísi Guðjónsdóttur.

Ritnefnd annast útgáfu Húna í sjálfboðavinnu og allur ágóði af útgáfu hans rennur til íþrótta- og æskulýðsstarfs USVH.

Útgáfan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Húni er að berast áskrifendum þessa dagana, en hann er einnig seldur í lausasölu í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, Gallerí Bardúsa og Riishúsi á Borðeyri. Eins er hægt að panta eintak og/eða gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á netfangið usvh@usvh.is

Verð fyrir eintak af Húna í áskrift er 3.500 kr.
Verð fyrir eintak af Húna í lausasölu er 4.500 kr.
Einnig verður rukkað fyrir póstburðargjald. 

Deila frétt:

Tengdar fréttir