Verum með – Sýnum karakter!

bordi-til-ad-setja-inn-i-faerslur-a-facebook_meira-loft-ofan-og-nedanUngmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hafa upp á síðkastið unnið saman að verkefninu Sýnum karakter, sem er nýjung í íþrótta- og þjálfaramálum á Íslandi.

Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus. Í tengslum við verkefnið standa ÍSÍ og UMFÍ fyrir ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október næstkomandi. Þar munu íþróttamenn og þjálfarar flytja erindi og ræða saman í pallborði.

Vefsíðan www.synumkarakter.is verður opnuð á ráðstefnunni en þar verður að finna greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. Hægt verður að sækja þar tól og aðrar upplýsingar til að bæta þjálfun.

 

Stjórn USVH hvetur alla hluteigandi aðila til að kynna sér verkefnið og mæta á ráðstefnuna Sýnum Karakter.

Deila frétt:

Tengdar fréttir