Search

Úrslit þríþrautar USVH á bæjarhátíðinni Eldi í Húnaþingi


Á dögunum fór fram árleg þríþrautarkeppni USVH sem haldin er samhliða bæjarhátínni Eldur í Húnaþingi. Keppt var í flokkum einstaklinga og liða ungmenna sem og fullorðina og var þátttaka í keppninni ágæt. 
Í flokki einstaklings barna varð hlutskarpastur Bragi Hólmar Guðmundsson á tímanum 21:38 mín. Í liða keppni barna voru það þau Viktor, Anton og Júlía sem komu í mark á tímanum 15:46.
Í flokki fullorðina kom Þórey Edda fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 55:17 og Skúli Húnn á tímanum 41:38. Í liða keppni fullorðina voru þau Ingvi Guðmundsson, Kristrún Pétursdóttir og Ármann Pétursson fyrst á tímanum 45:56.
Sigur verðlaun keppninar voru í boði 66 norður, Hreysti og MS og óskar USVH keppendum til hamingju með árangurinn.

Deila frétt:

Tengdar fréttir