Search

Þríþraut USVH 2020 á Eldi í Húnaþingi

Nú styttist í Þríþrautarkeppni USVH 2020 sem haldin verður á bæjarhátíðinni Eldur í Húnaþingi miðvikudaginn 22. júlí kl 16 með ræsingu barna og svo fullorðina uppúr kl 17.

Í keppninni í ár verður boðið uppá nýjung, umfram einstaklings og liða keppni barna (14 ára og yngri) og fullorðina, en það er hverfakeppni.

Í hverfakeppninni, sem er liðakeppni, koma saman 3 einstaklingar á öllum aldri sem skipta með sér hlaupi, hjóli og sundi og vinna sér þannig inn stig í hverfakeppni hátíðarinnar. Það geta verið mörg lið úr einu hverfi sem eykur þá vinningsmöguleika þess hverfis.

Einstaklings og liðakeppni fullorðinna er 400m sund, 10km hjól, 1 merkurhringur/3km hlaup.
Einstaklings og liðakeppni barna er 200m sund, 1 merkurhringur/3km hjól, 1 km hlaup.

Liðakeppni hverfa er með eins fyrirkomulagi og þríþrautarkeppni barna sem eykur líkurnar á að fleiri geta tekið þátt og haft gaman.

Allar skráningar í þríþrautarkeppnina skulu sendast á usvh@usvh.is í seinasta lagi á miðnætti 20 júlí.

Deila frétt:

Tengdar fréttir