Search

Sveit USVH í 2. sæti í bridge á Landsmóti UMFÍ 50+

landsmot_umfi_50_plus_2014_mynd

Alls kepptu sex keppendur undir merkjum USVH á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík um síðustu helgi. Kepptu þeir meðal annars í boccia, pútti og birdge og nutu þeir velgengi í síðastnefndri greininni og unnu til silfurverðlauna á mótinu. 

Bocciasveitin, skipuð Baldvin S Baldvinssyni, Flemming Jessen, Guðmundi Hauki Sigurðssyni og Marteini Reimarssyni, unnu sinn riðil í undakeppni í boccia og hafnað í 5. sæti í úrslitum af alls 31 sveit sem tóku þátt. Sömu menn skipuðu púttsveit USVH sem náði sér ekki á strik, en Marteinn varð 8. í einstaklingskeppni karla af um 50 keppendum og um miðjan hóp í golfinu.

Bridgesveit USVH skipuð Flemming Jessen, Kristjáni Björnssyni, Guðmundi Hauki Sigurðssyni og Sveinbirni Sigurðssyni frá Akureyri gerði sér lítið fyrir og vann silfurverðlaun, hafnaði í öðru sæti á eftir sveit UMSE en alls tóku 12 sveitir þátt í bridgekeppninni.

Landsmótið á Húsavík tókst með ágætum í ljómandi veðri, en um 400 manns voru skráðir til leiks í fjölda greina. Næsta Landsmót 50+ verður síðan haldið á Blönduósi að ári. Myndir af mótinu eru í myndasafni hér til hliðar.

 

Deila frétt:

Tengdar fréttir