Search

Fjallaskokk 2014

usvh_logo_144px

Fimmtudaginn 24. júlí n.k. verður gengið/skokkað/hlaupið frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Um er að ræða 12 km leið og hækkun á milli 400-500 metra. 

Gangan/skokkið/hlaupið er keppni þar sem gildir að vera fyrstur yfir fjallið, en að sjálfsögðu getur hver og einn gert þetta eftir sínu höfði; keppt við aðra, sjálfan sig eða farið leiðina án þess að vera að keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af þessu.

Aldursskipting
Aldursskiptingin er svo: 15 ára og yngri, 16-49 ára og 50 ára og eldri. Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Einnig verða veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig. Ræst verður í tveimur flokkum, flokki göngufólks og flokki trimmara/keppnisfólks.

Göngufólk
Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 16:00 og verður lagt af stað með rútu kl. 16:15. Áætlaður komutími að Grund er kl. 16:35. Ræst verður stundvíslega kl. 16:45. Göngufólk keppir ekki til verðlauna.

Trimmarar og keppnisfólk
Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 17:00 og verður lagt af stað með rútu kl. 17:15. Áætlaður komutími að Grund er kl. 17:35. Ræst verður stundvíslega kl. 17:45.

Björgunarsveitin Húnar verður á staðnum og mun veita leiðsögn yfir fjallið og aðstoð ef þörf er á. Leiðin er einnig stikuð. Þátttakendum er bent á að hafa með sér góða skó, hlý föt og góða skapið. Þátttaka tilkynnist á netfangið usvh@usvh.is eða til skrifstofu USVH í síma 865-2092. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og í hvaða aldursflokk er verið að skrá. Þátttökugjald er 1.500 kr.

 

Deila frétt:

Tengdar fréttir