Styrkir úr Íþróttasjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð, en umsóknarfrestur rennur út þann 1. október.

Fyrir hverja?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Nánari upplýsingar um Íþróttasjóð og slóð á rafræna umsókn er að finna á  https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/ .

USVH hvetur alla sem áhuga hafa, að sækja um styrk úr sjóðnum til að stuðla að aukinni menntun og fræðslu í íþróttamálum hér í Húnaþingi-vestra.

Deila frétt:

Tengdar fréttir