Search

Góður árangur á unglingalandsmóti UMFÍ.

Síðastliðna verslunarmannahelgi var tuttugasta og sjöunda unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði, við góðan orðstýr. Frá USVH fóru 6 keppendur í frjálsum íþróttum og 2 fótboltalið, allt stúlkur. Þær stóðu sig með prýði og uppskáru 6 verðlaun.

Í stúlknaflokki frjálsra íþrótta(11 ára) lenti Saga Ísey Þorsteinsdóttir í 1. sæti í 60 metra hlaupi, á tímanum 9,41 sek, eftir að hafa farið upp úr riðlakeppninni á tímanum 9,37 sek. Saga varð einnig í 3. sæti í spjótkasti og kastaði þar 13,67 m sem er hennar besti árangur, 3. sæti í kúluvarpi, lengsta kast 6,62 m og 3. sæti í hástökki. Þar stökk hún 1,19 m, jafnt hátt og Victoría Elma Vignisdóttir sem lenti í 2. sæti. Í 800 metra hlaupi stúlkna (16-17 ára) hafnaði Ingunn Elsa Apel Ingadóttir í 3. sæti á tímanum 2:56,90 sek.

Það er greinilegt að þessar stúlkur eiga framtíðina fyrir sér og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Deila frétt:

Tengdar fréttir