Search

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 2. júní kl. 14:00.

Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur.

Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál.

Við hvetjum allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.

Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga kl. 14:00. Vegalengdir í boði: 2 km, 5 km og 10 km.

Hægt verður að nálgast boli á Pósthúsinu á Hvammstanga frá og með mánudeginum 28. maí. Einnig er hægt að panta boli hjá framkæmdastjóra USVH, sími 844-0939. Einungis er hægt að greiða með peningum.

Þeir sem vilja greiða þátttökugjaldið á staðnum skulu mæta tímalega fyrir hlaupið.

Frítt í sund fyrir þátttakendur að loknu hlaupi.

Deila frétt:

Tengdar fréttir