Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 13 júní kl 11. Hlaupið verður undir yfirkriftinni “Hlaupum saman” og verður ræst frá Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Vegalengdirnar verða 2, 5 og 10 km og fer öll skráning í hlaupið sem og kaup á bolum fram á www.tix.is.
Bolurinn mun kosta 4.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir börn. Þátttökugjald í hlaupið sjálft er 1.500 kr. fyrir fullorðinn og 500 kr. Munið að skrá ykkur sem fyrst og muna að koma með kvittun í hlaupið. Fólk er einnig hvatt til að koma í eldri bolum, séu þeir til.
Bolurinn í ár er 100% endurunninn og verður hlaupið með öðruvísi sniði í ár og eru breytingarnar hugsaðar fyrst og fremst út frá umhverfis-sjónarmiðum og samhliða því reynt að höfða betur til yngri kynslóða. Í kjölfar aukinnar umhverfisvitundar í samfélaginu telur ÍSÍ að ekki sé lengur ásættanlegt að bjóða upp á mörg þúsund boli sem hver og einn er pakkaður í plast og ekki með umhverfisvottaða framleiðsluhætti. Það var einnig tekin ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum þar sem mikið magn af þeim verður afgangs á hverju ár. Þessar breytingar eru gerðar með það í huga að sem mest í kringum hlaupið sé sem umhverfisvænast. Bolurinn í ár er því 100% endurunninn, en hann er úr blöndu af endurunni lífrænni bómull ásamt endurunnu plasti.