Landsmót UMFÍ 50+ er haldið á Ísafirði dagana 10. – 12. júní 2016. Þetta verður í sjötta sinn sem mótið er haldið. Mótið er skemmtileg viðbót í landsmótsflóru UMFÍ en eins og nafnið bendir til þá er mótið fyrir þá sem eru 50 ára og eldri.
Eins og á öðrum landsmótum þá er það íþróttakeppnin sem skipar stærstan sess á mótinu en síðan eru það fjölmargir viðburðir sem skreyta dagskrána. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman og skemmti sér saman á mótinu. Nánari upplýsingar um dagskrá mótsins má finna hér.