Search

37. árgangur af Húna kominn út

13524306_663425433796691_3137432960194592917_n37. árgangur af Húna er kominn úr prentun og farinn í dreifingu. Hægt er að nálgast eintak í KVH eða með því að hafa samband í gegnum tölvupóst, usvh@usvh.is. Í ritinu eru frásagnir ljóð og annar fróðleikur er tengist Húnaþingi vestra.  Stjórn USVH þakkar ritnefnd Húna fyrir ómetanleg störf og óbilgirni við að koma þessum glæsilega Húna í prentun.

Fimm manna ritnefnd stendur að baki Húna og hefur nefndin unnið óeigingjarnt sjálboðastarf við útgáfuna í fjölda ára og færir stjórn USVH þeim alúðarþakkir fyrir sitt mikla framlag í þágu alþýðumenningar auk þess að styrkja um leið ungmennastarf sambandsins. Á meðfylgjandi mynd er núverandi ritnefnd þau: Guðmundur Haukur Sigurðsson, Agnar J. Levý, Ingi Bjarnason, Jónína Sigurðardóttir og Georg Jón Jónsson.

Deila frétt:

Tengdar fréttir