Search

Ísólfur Líndal Þórisson kjörinn þróttamaður USVH ársins 2014

ithrottamadur_usvh_271214

Þann 27. desember sl. var Ísólfur Líndal Þórisson útnefndur íþróttamaður USVH ársins 2014. Á árinu 2014 toppaði Ísólfur Líndal enn fyrri árangur á keppnisvellinum. Ef tekin er saman helsti árangur á stærri mótum ársins þá sigraði Ísólfur samanlagt sterkustu mótaröð innanhús norðan heiða.  

Þá keppti hann í fyrsta sinn í sterkustu inni mótaröð sunnan lands og stóð sig mjög vel, komst í nokkur úrslit og endaði í 6.-7.sæti í samanlögðum árangri. Sumarið 2014 fór fram Landsmót á Hellu, þar keppti Ísólfur í nokkrum greinum auk þess að sýna kynbótahross. Þar bar hæst árangur Ísólfs í tölti þar sem hann var í A-úrslitum og endaði í 5.sæti. En Ísólfur var einnig í úrslitum í B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga. Að lokum tók Ísólfur þátt á Íslandsmóti sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar var hann í úrslitum í öllum greinum sem hann tók þátt í.

Í öðru sæti var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuboltakona, var hún m.a. í lykilhlutverki í liði Snæfells þegar liðið varð íslandsmeistari í Dominos deildinn s.l. vor.

Í þriðja sæti var Hannes Ingi Másson körfuboltamaður hjá Tindastól. Hann hefur staðið sig geysivel í sterkum hóp ungra drengja frá Tindastól en þeir hafa verið að stela senunni í deildinni í vetur.

 

Deila frétt:

Tengdar fréttir