39. árgangur Húna ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Að vanda eru í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin „Þið standið alltaf í skilum” viðtal Inga Bjarnasonar við Sigríði Magnúsdóttur og Elías Guðmundsson. Einnig er þar að finna frásögn um „Ævintýri Húnvetnings í Japan” eftir Kolbrúnu Örnu Björnsdóttur. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Húni er til sölu hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og eins er hægt að fá Húna í áskrift með því að senda tölvupóst á usvh@usvh.is eða hringja í Eygló framkvæmdastjóra USVH í síma 844-0939.
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga