Húnaklúbburinn er samstarfsverkefni á vegum USVH, Selasetursins og íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnaþings vestra. Verkefnið fékk á dögunum styrk úr Æskulýðssjóði Rannís. Það er Jessica Faustini Aquino, starfsmaður Selasetursins, sem leiðir verkefnið.
Á dögunum fóru forsvarsmenn verkefnisins í heimsókn í Grunnskóla Húnaþings vestra og fengu krakkana til liðs við sig til að hanna kennileiti fyrir klúbbinn ásamt því að finna nafn á hann. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá hér til hliðar.
Markmið Húnaklúbbsins (Kid‘s Club) eru að stuðla að virðingu fyrir náttúrunni með því að nota staðbundna umhverfisfræðslu, þar sem þátttakendur læra ekki einungis hvernig á að varðveita og vernda umhverfið heldur einnig hvernig þau geta tjáð sig varðandi þessi málefni við aðra. Klúbburinn er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára og er það árið sem gildir.
Krakkarnir hittast einu sinni í mánuði til að fræðast um sitt nærumhverfi í náttúrunni og hvernig á að taka þátt í athöfnum utandyra á öruggan þátt í gegnum náttúrutengda afþreyingu. Þátttakendur fræðast um strandlengjuna, dýralífið og læra hvernig á að haga sér í náttúrunni í gegnum náttúrutengd verkefni.
Listir, bókmenntir og ljóð verða nýtt til að hjálpa krökkunum til að tjá það sem þau hafa lært og til að fræða aðra um umhverfisvæna stefnu.
Árgjald í klúbbinn fyrir 2017 er 15.000. Hér fyrir neðan má sjá drög að atburðum fyrir Húnaklúbbinn:
- 4. Febrúar, Húnaklúbburinn Opið hús á Selasetrinu
- 4. Mars, Ísveiðar
- 1. Apríl, að komast af í óbyggðum
- 3. Júní, kanóar og hnútar
- 1. Júlí, Fuglalíf á Gauksmýri
- 5. Ágúst, Tjaldútilega á Laugarbakka
- 2. September, Listadagur á Selasetrinu
- 7. Október, Stjörnuskoðun á tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi
Skráningar á námskeiðið er hér https://www.surveymonkey.com/r/ZVS8FBZ. Nánari upplýsingar um námskeiðið má jafnframt nálgast á netfanginu jessica@mail.holar.is