Search

Íþróttamaður USVH 2016

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fimmtudaginn 29. desember.  

Íþróttamaður USVH árið 2016 var kjörin Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík en hún hlaut 51 stig í kjörinu. Í öðru sæti var Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal með 20 stig og í þriðja sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Val með 19. Verðlaunahafar hlutu eignarbikara og Salbjörg farandbikar auk styrks frá Landsbankanum á Hvammstanga.

Frá vinstri: Ísólfur Líndal Þórisson, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem tók við verðlaununum fyrir hönd Salbjargar Rögnu Sævarsdóttur.

Salbjörg hefur stimplað sig inn sem einn af lykilleikmönnum hjá Keflavík sem trónir nú á toppinum í Dominos deildinni. Salbjörg er sterkur varnarmaður og eins og undanfarin ár leiðir hún deildina með 25 varin skot. Hún var einnig valin inn í A-landslið kvenna 2016 og hefur hún spilað 3 leiki og staðið sig með príði.

 

Deila frétt:

Tengdar fréttir