Search

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Árið 2019 fékk USVH viðurkenningu sem fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember sl. fékk sambandið endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.

Við hjá USVH erum afar stolt af því að fá viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ í annað sinn enda hefur það góð áhrif, bæði á okkar starf og sveitarfélagið í heild sinni.  Við vonumst til að fleiri bætist í hópinn í náinni framtíð.

Stjórn USVH

Deila frétt:

Tengdar fréttir