Search

Búið að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmótið

Búið er að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein fyrir þetta eina verð. Keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi hefst 28. júlí næstkomandi og verður því slitið 31. júlí. Þetta er 19. Unglingalandsmót UMFÍ og annað skiptið sem það verður haldið í Borgarnesi. Sjá nánar hér.

Deila frétt:

Tengdar fréttir