1. grein
Félagið heitir Ungmennafélagið Kormákur, skammstafað Umf. Kormákur. Félagssvæðið er Hvammstangahreppur og nágrenni.
2. grein
Tilgangur félagsins er að auka samhug og samheldni, og vekja frjálsar og göfgandi skoðanir. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fundarhöldum, íþróttaiðkun og hverskonar samstarfi félaganna.
3. grein
Rétt til inngöngu í félagið hafa allir. Inntökubeiðni í félagið og deildir þess skulu vera skriflegar, en keppi einstaklingur undir nafni félagsins þá gengur hann sjálfkrafa inn í félagið. Innganga í deildir félagsins er innganga í félagið. Allir þeir sem ganga í félagið og deildir þess gangast um leið undir lög félagsins og Ungmennafélags Íslands.
Úrsögn úr félaginu skal undir öllum kringumstæðum vera skrifleg.
Félagsgjald í félaginu og árgjöld deilda þess skulu samþykkt af stjórn félagsins fyrir hvert ár í senn.
Félagar undir 14 ára aldri hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins, en tillögu og málfrelsisrétt.
4. grein
A) Aðalfundur félagsins skal halda fyrir lok mars ár hvert. Skal þá kosin stjórn og endurskoðendur. Fráfarandi stjórn skal á aðalfundi gera grein fyrir starfi og hag félagsins undanfarið ár. Einnig skulu endurskoðaðir reikningar félagsins bornir upp til samþykktar. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Aðalfundur félagsins er lögmætur sé til hans boðað með viku fyrirvara.
B) Aðalfundur hverrar deildar félagsins skal halda fyrir lok febrúar ár hvert. Skulu þá kosnar stjórnir og endurskoðendur. Fráfarandi stjórnir skulu á aðalfundi gera grein fyrir starfi og hag deildanna undanfarið ár. Einnig skulu endurskoðaðir reikningar deildanna bornir upp til samþykktar. Reikningsár deilda er almanaksárið. Aðalfundur deilda félagsins er lögmætur sé til hans boðað með viku fyrirvara. Deildum félagsins er skilt að skila inn endurskoðuðum og samþykktum reikningum til stjórnar félagsins fyrir aðalfund félagsins.
5. grein
A) Stjórn félagsins skipa 5 félagar,: formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann og ritara en hitt árið gjaldkera og meðstjórnendur. Formaður sér um fundarboðun, stjórnar fundum eða skipar aðra til þess. Ritari annast bréfaskriftir félagsins og færir fundargerðir. Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins. Í forföllum taka meðstjórnendur sæti formans, ritara eða gjaldkera eftir ákvæðum stjórnar.
B) Stjórn hverrar deildar skipa 3. félagar: formaður, gjaldkeri og ritari. Annað árið skal kjósa formann og ritara en hitt árið gjaldkera. Formaður sér um fundarboðun, stjórnar fundum eða skipar aðra til þess. Ritari annast bréfaskriftir félagsins og færir fundargerðir. Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins.
6. grein
A) Á aðalfundi félagsins skal kjósa 2 endurskoðendur, sinn hvort árið. Kjörtímabil endurskoðenda er 2 ár.
Stjórn félagsins skipar nefndir til að sjá um einstök verkefni, til dæmis í leiknefnd, vorvökunefnd, eignanefnd Félagsheimilisins Hvammstanga og fleiri.
B) Á aðalfundi hverrar deildar félagsins skal kjósa 2 endurskoðendur, sinn hvort árið. Kjörtímabil endurskoðenda er 2 ár.
Stjórn félagsins skipar nefndir til að sjá um einstök verkefni.
7. grein
Samstarf og samskipti félagsins og stjórnar þess annarsvegar, og deilda þess og stjórna þeirra hinsvegar verður samkvæmt neðanskráðu.
A) Hver deil verður sjálfstæð eining innan félagsins og starfar á eigin ábyrgð í fjármálum og ákvörðunartökum. Í fjármálum geta deildir ekki undir nokkrum kringumstæðum gert fjárkröfu eða fjárhagslega skuldbindingu á hendur félaginu sjálfu eða stjórn þess. Félagið mun þó styrkja hverja deild eftir bestu getu, sjá nánar í C lið.
B) Um inngöngu félaga í hverja deild gilda ákvæði 3. greinar. Hver deild heldur aðalfund eins og segir í 4. grein B, og kosningar stjórnar og endurskoðenda þeirra svo og skipan í nefndir þeirra fer fram eins og segir í 5. grein B og 6. grein B.
C) Til þess að deildir félagsins geti öðlast fjárstyrk frá félaginu þá þurfa þær að senda inn starfssáætlun og fjárhagsáætlun í byrjun hvers reikningsárs. Félagið mun samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins hverju sinni skipta bróðurlega á milli deildanna þeim fjármunum sem til skiptanna eru.
D) Um samskipti deilda félagsins við eftirfarandi aðila: USVH, UMFÍ, ÍSÍ og Hvammstangahrepp gilda eftirfarandi ákvæði. Stjórn félagsins mun fara með öll fjárhagsleg samskipti við ofangreinda aðila.
8. grein
Félaga ber eigi skilda til að hafa á hendi fleiri en 1 starf í nefndum félagsins og deilda þess og ekki lengur en 2 ár í sama starfi. Getur félagi þá verið laus við nefndarstörf í 2 ár óski hann þess skriflega. Félagi á 1. ári getur verið laus við nefndarstörf óski hann þess skriflega.
9. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi og verður ekki breytt nema á löglegum aðalfundi með að minnsta kosti 2/3 greiddra atkvæða. Lagabreytingar skal senda stjórn, eigi síðar en 1 mánuði fyriraðalfund og skulu auglýstar í fundarboði. Í öðrum málum ræður einfaldur meirihluti.