USVH leitar að drífandi einstaklingi til að annast daglegan rekstur sambandsins. Þar á meðal er samskipti við aðildarfélögin, skipulagningu viðburða ásamt öðrum þeim verkefnum sem USVH stendur fyrir eða tekur þátt í. Starfshlutfallið er um 25%.

Hæfniskröfur:
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Geta unnið sveigjanlegan vinnutíma
Gott er ef að nýr framkvæmdastjóri geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á usvh@usvh.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.

Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörg Pétursdóttir formaður USVH í síma 866-5390.