Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) óskar eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins 2024. Tilnefningar skulu vera í samræmi við 1. grein reglugerðar um val á íþróttafólki sem hefur sýnt góðan árangur í sinni keppnisgrein á árinu.
Tilnefningum skal fylgja greinargerð þar sem árangur viðkomandi er útskýrður. Mikilvægt er að útskýra hvernig árangur viðkomandi sker sig úr og hvers vegna viðkomandi einstaklingur ætti að hljóta titilinn íþróttamaður ársins.
Ábendingar og greinargerðir skulu sendast á netfangið usvh@usvh.is eigi síðar en laugardaginn 14. desember 2024.
Við hvetjum öll til að taka þátt og benda á íþróttafólk sem hefur skarað fram úr á þessu ári!
Stjórn USVH
@USVH
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH) var stofnað 28. júní árið 1931.
Skrifstofa USVH er
ekki með sérstaka
opnunartíma. Hægt er að hafa samband í gegnum síma eða vefpóst