83. Héraðsþing USVH var haldið í félagsheimilinu á Hvammstanga og var það Hestamannafélagið Þytur sem sá um skipulagningu þess í ár. Fundarstjóri þingsins var Sigríður Ólafsdóttir og var Sara Ólafsdóttir, ritari USVH, fundarritari þingsins með aðstoð Elísu Ýr Sverrisdóttur, meðstjórnanda USVH.

Gestir þingsins voru þau Viðar Sigurjónsson f.h. ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir f.h. UMFÍ. 

Ekki voru gerðar lagabreytingar á þessu þingi en lögð var fram breytingartillaga ásamt einni nýrri tillögu við nefndarstörf. Báðar voru samþykktar. Fundargerð þingsins má finna á heimasíðu USVH. 

Kjörinn var nýr formaður til tveggja ára en Guðrún Helga Magnúsdóttir lætur af störfum sem formaður eftir fjögur ár í því sæti og tekur Sveinbjörg Rut Pétursdóttir við af henni.

Einnig var kjörinn nýr meðstjórnandi til tveggja ára. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir tekur við af Elísu Ýr Sverrisdóttur.

Kjör á varamönnum til eins ár var óbreytt frá seinasta þingi en eru það Pálmi Geir Ríkharðsson, Valdimar Gunnlaugsson og Reimar Marteinsson sem halda sínum stöðum sem varamenn í þessari röð.

Minnst var Agnars Levý sem lést nýlega. Agnar hafði um árabil verið í ritnefnd Húna