Allur heimur íþrótta er á hvolfi vegna aðstæðna í bandarísku samfélagi, aðstæðna sem að snúa að fólki af afríkönskum-amerískum uppruna. Stuðningur með minnihlutahópum teygir sig víða um heim, af fólki úr heimi íþrótta, stjórnmála eða þeim sem að láta sér málin varða, fólki eins og þér og mér. 

Það er margt sem við sem samfélag höfum og getum gert til að auðvelda fólki  að vera hluti af okkar litla samfélagi, okkar menningu og til að njóta virðingar sem manneskjur hver og ein á sinn hátt. Slíkt er mikilvægt fyrir þróun og velferð allra samfélaga  og að viðhorf okkar, sem einstaklinga,  gagnvart innflytjendum og annarra séu mannúðleg og gerð af drengskap.

Lýðræðið hefur skotið sterkum rótum í okkar þjóðfélagi frá fæðingardegi Jóns forseta  árið 1944, þeim 17 júní á Þingvöllum sem er ástæða þess að við fögnuðum okkar þjóðhátíðardegi fyrir nokkru. Síðan þá höfum við virt lýðræðið, mannréttindi og frelsi einstaklingana á meðan róttækar hugmyndir um kyn, kynferði og trú hafa ekki náð að festa rætur hérlendis að einhverju ráði. Við lítum á okkur sjálf sem opna, elskandi  og móttækilega einstaklinga. En það er ekki alltaf svo einfalt. 

Fórdómar þurfa ekki að vera tengdir hugmyndafræði, stjórnmálum eða trú, heldur geta þeir sprottið upp frá nánast engu. Þeir leynast víða í hversdagsleikanum, heimavið, í skóla og á æfingum, á vinnustöðum og í vinahópum og eru oft birtingamynd eigin mistaka og vonbrigða sem fólk verður fyrir í lífinu og spretta upp frá fáfræði og hræðslu. Hræðslu við stöðu- og forréttinda missi og fáfræði gagnvart því því óþekkta í stað þess að sjá hvernig hver og einn er einstakur.

Húðlitur, kynþáttur, tungumál og fæðingarstaður hefur ekkert með persónulega eiginleika fólks að gera og að dæma fólk útfrá því er í algerri andstöðu við meginreglu okkar um jafnrétti og velferð allra einstaklinga.

Það er aumkunarvert að níðast á minnihlutahópum, hvort sem á vinnustaðnum, í félagslífinu eða í samfélaginu sem heild. Jafnvel þó það sé til þess eins til að ganga í augun á öðrum. Fordómar eru og munu alltaf vera til, undirniðri í umræðunni, jafnvel í meðvituðu samfélagi einsog okkar. Þeir geta komið fram sem lítil, saklaus, ósýnileg stríðni gagnvart þeim sem eru minnimáttar og á ekki að valda skaða. En fyrir þeim sem verða fyrir því, getur það valdið  hjartasári sem aldrei grær.

Við skulum ekki hræðast hið óþekkta. Verum umburðarlynd og stöndum saman.