Search

Áskorun til Sveitafélagsins Húnaþings vestra

79. Héraðsþing USVH sem haldið var í félagsheimilinu á Hvammstanga mánudaginn 15. júni ályktaði að skorað yrði á Sveitafélagið Húnaþing vestra til að koma með heildræna sýn á skipulag á íþróttamannvirkjum uppi í Hvammi til að auðvelda ákvarðanir um forgangsröðun á framkvæmdum hverju sinni. Sett verði á fót samstarfsnefnd með fulltrúum íþróttafélagana á svæðinu og sveitarfélagsins til að fara í þessa vinnu. 

Þingið hvatti Sveitafélagið Húnaþing vestra einnig til að breyta reglugerð um frístundakort á þá leið að íbúar geti nýtt þau til íþrótta eða tómstundaiðkunnar til 18 ára aldurs hvar svo sem börnin eru í skóla. Reglugerðin gerir þeim ungmennum sem að stunda íþróttir og tómstundir í Húnaþingi vestra aðeins fært að nýta sér frístundakortið.

Deila frétt:

Tengdar fréttir