Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum fyrirlestrum sínum um Lýðheilsu og áhrifavalda vegna samkomubanns í kjölfar Covid-19 veirunar. Auglýstir fyrirlestrar og viðburðir tengdum þeim munu verða þegar að banninu verður aflétt. Ákvörðun um frestun var talin nauðsynleg, fyrirbyggjandi og í takt við útgáfu ríkisstjórnarinnar um að viðburðir séu ekki haldnir nema að þörf sé á. Ungmenni og aðrir áhugasamir eru þannig látnir njóta vafans og munu fyrlestranir verða auglýstir síðar, í takti við reglur sem gefnar verða út af yfirvöldum.