USVH stóð fyrir þríþraut á Hvammstanga í júlí. Boðið var upp á skráningar í einstaklings- og liðakeppni í tveim aldursflokkum, 15 ára og eldri og 14 ára og yngri. Fjögur lið skráðu sig til leiks í eldri aldursflokknum og sömuleiðis voru fjögur lið í yngri aldursflokknum. Vegalengdir í yngri aldursflokknum voru 1 km hlaup, 3 km hjól og 200 metra sund. Í eldri aldursflokki var 3 km hlaip, 9 km hjól og 400 metra sund.
Góð stemning skapaðist við sundlaugina á Hvammstanga þar sem keppnin fór fram.
Úrslit voru eftirfarandi:
Yngri flokkur
1. sæti – Ásdís Magnúsdóttir, Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Bryndís Kristinsdóttir – 18:15
2. sæti – Hafrún Jóhannsdóttir, Aldís Jónsdóttir, Íris Jónína Bjarnadóttir 18:52
3. sæti – Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Heiða Bára Pétursdóttir, Margrét Ylfa Þorbergsdóttir  21:24
4. sæti – Ísabella Harðardóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Júlía Jara Ólafsdóttir  21:32
Eldri flokkur
1. sæti – Aron S. Ólafsson, Sara Ólafsdóttir, Guðrún Eik Skúladóttir  43:56
2. sæti – Eyþór Eðvaldsson, Guðmundur H. Jónsson, Borghildur Valgeirsdóttir  44:04
3. sæti – Ragnheiður Sveinsdóttir, Eiríkur Steinarsson, Magnús Eðvaldsson  46:06
4. sæti – Harpa Þorvaldsdóttir, Fanney D. Indriðadóttir, Gerður Rósa Sigurðardóttir  53:45