Þríþrautarkeppni USVH var haldin á bæjarhátíðinni Eldi í Húnaþingi í júlí þar sem keppt var í flokki einstaklings, liða, einstaklings krakka og krakka liða (14 ára og yngri).

Fjórir skráðu sig til leiks í einstaklingskeppninni sem var 400m sund, 10km hjól, 1 merkurhringur/3km hlaup og kom Kristján Hrafn Arason fyrstur í mark á tímanum 44:41,14 sek. Í liðakeppninni, þar sem einn syndir, einn hjólar og einn hleypur, kom Reykjaliðið, skipað þeim Aroni Ólafssyni, Söru Ólafsdóttur og Svövu Björk Ólafsdóttur fyrst í mark á tímanum 45:44,00 sek en alls voru 3 lið skráð til leiks.
Einstaklingskeppni krakka var, 200m sund, 1 merkurhringur/3km hjól, 1 km hlaup og kom Bragi Hólmar Guðmundsson í mark á tímanum 24:48,00 sek en hann var eini keppandinn.
Í liðakeppni krakka var eitt lið skráð til leiks, skipað þeim Silju Sigurósk Reimarsdóttur, Sögu Íseyju Þorsteinsdóttur og Viktoríu Elmu Vignisdóttur og komu þær í mark á tímanum 22:17 sek.

þríþrautin var styrkt með vinningum frá Hreysti og 66° norður og MS bauð þátttakendum og áhorfendum upp á Hleðslu.

USVH óskar öllum þeim sem að skráðu sig til leiks og sigurvegurum til hamingju með árangurinn og vonast til að enn fleiri skrái sig til leiks að ári.