Search

Nýr framkvæmdastjóri USVH

Á seinasta stjórnarfundi USVH sem haldinn var 13. ágúst síðastliðin steig Eygló Hrund Guðmundsdóttir úr framkvæmdastjórastóli USVH og við tók Anton Scheel Birgisson. Anton, sem á ættir að rekja til Þorlákshafnar og Lubeck í Þýskalandi, er sálfræðimenntaður og er nýbúi í Hrútafirði, þar sem hann starfar við kennslu.

Stjórn USVH þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Deila frétt:

Tengdar fréttir