Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4. júní 2016. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga kl. 11:00. Í boði verða þrjár hlaupaleiðir; 2km, 5km og 10km.  

Kormákur/Hvöt – Ísbjörninn

Laugardaginn 4. júní 2016 fer fyrsti heimaleikur Kormáks/Hvatar þetta sumarið fram á Hvammstangavelli þegar liðið tekur á móti Ísbirninum. Leiknum verður lýst beint á aðdáendasíðu Kormáks á Facebook, www.facebook.com/kormakurfc. Leikurinn hefst kl. 14:00 og er frítt inn á leikinn í boði Tengils ehf.

Smábæjarleikar Arion Banka

Smábæjarleikar Arion banka fara fram á Blönduósi dagana 18.-19. júní 2016. Mótið er fyrir 4.-6. flokk karla og kvenna og 7.-8. flokk blandaðra liða. Allir þeir sem eru áhugasamir að fara með börnin sín á þetta mót hafið samband á kormakur@simnet.is fyrir 6. júní 2016.

Fjallaskokk USVH

Fjallaskokk USVH fer fram fimmtudaginn 21. júlí 2016 kl. 14:00.

Gamlárshlaup 2016

Íþróttamiðstöðin í Húnaþingi vestra Hvammstangi, Iceland

Árlegt gamlárshlaup sem skipulagt er af áhugafólki í Húnaþingi vestra um hreyfingu. Lengd og hraði fer eftir hverjum og einum. Opið verður í heita pottinn eftir hlaupið.

Þríþraut USVH 2018

Boðið verður upp á keppni í þríþraut í flokki einstaklings, liða og krakka liða (14 ára og yngri) föstudaginn 27. júlí 2018 kl. 16:00. Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Yngri flokkur, 14 ára og yngri, verður ræstur af stað kl. 16:00 og eldri flokkur (einstaklings og liða) þegar yngri […]

Héraðsþing USVH

Héraðsþing USVH verður haldið í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 20. mars 2019.

Unglingalandsmót 2022

Selfoss , Iceland

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 29. - 31. júlí 2022.