Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina (31. júlí – 3. ágúst 2025).

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina (31. júlí – 3. ágúst 2025). Mótið er íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem 11 – 18 ára þátttakendur reyna með sér í um 20 íþróttagreinum.

Alla daga mótsins verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mótið fer fram í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og sveitarfélagið Múlaþing. Þátttökugjald er 9.900 krónur.

Með skráningargjaldi fylgir aðgangur að tjaldstæði og allri afþreyingu. Aðeins þarf að greiða sérstaklega fyrir rafmagn. UMFÍ nýtir netföng sem skráð eru við skráningu til þess að koma á framfæri upplýsingum um viðburðinn. Með skráningunni gefa þátttakendur heimild fyrir því að nýta þær myndir og myndbönd sem verða teknar á viðburðinum og nýta þær í útgáfustarfsemi UMFÍ. Með skráningu gefa þátttakendur leyfi til þess að nöfn þeirra séu birt á heimasíðu UMFÍ vegna birtingu ráslista og úrslita. Ef þú ert með spurningu er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is. Skráningafrestur er til 27. júlí.

USVH leitar að aðila/aðilum til að hafa umsjón með þeim keppendum sem að fara frá Húnaþingi vestra. Áhugasamir hafi samband á usvh@usvh.is.

Deila frétt:

Tengdar fréttir