Search

Ruslatýnsla með þátttöku USVH og opnun Norðurstrandarleiðar

Laugardaginn 25. maí fór fram ruslatýnsla í fimm fjörum á Norðurlandi vestra og viljum við færa sjálfboðaliðunum sem mættu kærar þakkir fyrir aðstoðina. Í Húnaþingi vestra var týnt rusl í fjörunni á Söndum og í framhaldi af því var búin til varða. Boðið var upp á kaffi og kakó en einnig kom Sandafrúin, Gunna, með kleinur handa mannskapnum þegar leið á daginn. Alls tóku þátt um 16 sjálfboðaliðar, börn og fullorðnir fyrir hönd USVH og sveitarfélagsins Húnaþings vestra.

Markmiðið með verkefninu er að auka þekkingu almennings á umhverfismálum og mengun hafsins. Þema smiðjanna er „Varða“ en talið er að maðurinn hafi reist sér vörður allt frá steinöld. Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi stýrir verkefninu í samstarfi við Biopol á Skagaströnd en tveir  vísindamenn hjá Biopol eru búnir að þræða norðurströndina til að skoða fjörur þar sem rusl berst að landi. 

Á morgun verður Norðurstrandarleið formlega opnuð við Hvammstanga og Bakkafjörð klukkan 10:00 þar sem klipp verður á borða og opnuninni fagnað.

Til að fagna opnun Norðurstrandarleiðar býður Markaðsstofa Norðurlands upp á kökur og kaffi í safnaðarheimilinu Hvammstangakirkju frá klukkan 10:30-11:30 á morgun laugardaginn 8. júní.

Deila frétt:

Tengdar fréttir