Search

Íþróttamaður USVH ársins 2017

Íþróttamaður USVH ársins 2017

USVH óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2017. Í samræmi við 1.grein reglugerðar um íþróttamann USVH er hér með óskað eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2017.

Ábendingarnar skulu berast stjórn USVH fyrir föstudaginn 1.desember næstkomandi. Hægt er að skila inn ábendingum ásamt greinagerð yfir árangur ársins á skrifstofu USVH að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, eða með tölvupósti á netfangið usvh@usvh.is

Stjórn USVH.

Deila frétt:

Tengdar fréttir