Search

Íþróttamaður USVH 2021

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona, hefur verið kjörin Íþróttamaður USVH 2021.

Dagbört Dögg var valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og er hún byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands. Liðið hennar, Valur, varð Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Í dag er Dagbjört með bestu 3ja stiga nýtingu í úrvalsdeildinni og á meðal stigahæstu íslensku leikmönnum deildarinnar. Hún er lykilleikmaður í Val og hefur þrisvar sinnum verið valin í lið umferðarinnar það sem af er tímabilinu og er hún með 17,22 sig að meðaltali í leik.

2. sæti: Viktor Ingi Jónsson, knattspyrnumaður
3. sæti: Helga Una Björnsdóttir, hestaíþróttakona

Sökum aðstæðna í samfélaginu vegna COVID-19 verður ekki formleg verðlaunaafhending í ár.

Stjórn USVH óskar öllum þessum íþróttamönnum til hamingju með frábæran árangur á árinu 2021.

Stjórn USVH

Deila frétt:

Tengdar fréttir