Hilmir Rafn Íþróttamaður USVH 2025

Mánudaginn 29 desember fór fram verðlaunaafhending á Íþróttamanni USVH árið 2025 í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem saman var komin fjöldi fólk. Auk tilnefningar á Íþróttamanni ársins var einnig dustað rykið af hvatningarverðlaunum til unga og efnilegra þar sem tilgangurinn var að veita ungmennum viðurkenningu fyrir jákvætt hugarfar, dugnað, ástundun og gleði í íþróttastarfi. Þetta eru einstaklingar sem þjálfarar og félög telja vera fyrirmyndir – bæði fyrir jafnaldra sína og yngri iðkendur. Stjórnir aðildarfélaga USVH sendu inn tilnefningar.

Íþróttamaður USVH árið 2025 var valinn Hilmir Rafn Mikaelsson en skv. reglugerð um íþróttamann USVH kjósa stjórnarmenn USVH og stjórnarmenn aðildarfélaga USVH. Hver þátttakandi kýs þrjá menn í 1. 2. og 3 sæti. Ef einstaklingarnir verða jafnir þá ræður fjöldi atkvæða í sæti úrslitum. Allir sem voru tilnefndir eru framúrskarandi fyrirmyndir í íþróttastarfi og eiga skilið mikið hrós.

Hilmir Rafn Mikaelsson átti frábært keppnisár 2025 og hélt áfram að bæta sig sem knattspyrnumaður. Hann lék með aðalliði Viking FK í Noregi, þar sem hann varð Noregsmeistari með liðinu núna í nóvember sl. sem er fyrsti meistaratitill liðsins í 34 ár. Á árinu kom Hilmir við sögu í 18 leikjum með aðalliði Viking í deild, bikar og Evrópukeppni og skoraði alls 8 mörk, þar af 2 í norsku úrvalsdeildinni. Hilmir var einnig fastamaður í íslenska U21 árs landsliðinu þar sem hann lék 9 landsleiki og skoraði 3 mörk. Frammistaða Hilmis á árinu endurspeglar mikinn metnað, dugnað og stöðugar framfarir og er hann orðinn einn af efnilegustu knattspyrnumönnum landsins.

Aðrir sem hlutu tilnefningu voru:

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal. Guðmar Hólm keppir í ungmennaflokki í hestaíþróttum og átti þar farsælt keppnisár, hann keppir jafnframt í fullorðins flokki í Meistaradeild KS. Hann náði 19 sinnum á árinu að vera í úrslitum á keppnisvellinum. Þar af varð hann í fyrsta sæti 5 sinnum. Auk þess varð hann í 2. sæti í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS.

Helga Una Björnsdóttir. Helga Una átti farsælt keppnisár í hestaíþróttum. Hún náði þeim einstæða árangri að vera valin í Landslið Íslands í hestaíþróttum og varð á Heimsmeistaramótinu í öðru sæti í slaktaumatölti T2. Jafnframt varð hún Íslandsmeistari í þeirri grein. Hún varð 12 sinnum á árinu í úrslitum á keppnisvellinum og þar af tvisvar í 1. sæti.

Saga Ísey Þorsteinsdóttir. Saga Ísey Þorsteinsdóttir stóð sig vel á árinu 2025 með Tindastól í bestu deild kvenna og tók þónokkrum framförum í knattspyrnu. Hún lék 17 leiki með meistaraflokki í deild og bikurum og skoraði 2 mörk, auk þess sem hún spilaði 6 leiki með 2. flokki í sameiginlegu liði Tindastóll/Hvöt/Kormákur og skoraði þar 6 mörk. Um mitt sumar varð hún fyrir því óhappi að slíta krossbönd og spilaði því ekki meira á árinu. Hún er samviskusöm og duglegur leikmaður.

Guðmar, Rósa fyrir Helgu hönd, Hilmir og Saga.

Hvatningarverðlaun USVH árið 2025 hlutu:

Ari Karl Kárason. Ari hefur verið duglegur að mæta í vetur. Hann er mikill leiðtogi á æfingum og er hæfileikaríkur leikmaður. Hefur einnig verið duglegur að aðstoða með þjálfun á yngri flokka æfingum.

Benedikt Logi Björnsson. Benedikt hefur sýnt miklar framfarir á önninni. Hann er jákvæður, duglegur og sýnir mikla baráttu á æfingum. Hefur einnig verið duglegur að aðstoða með yngri flokka æfingarnar.

Ísar Myrkvi Birgisson. Ísar hefur verið duglegur að mæta í vetur. Hæfileikaríkur leikmaður, duglegur og sýnir mikla baráttu á æfingum.

Róbert Sindri Valdimarsson. Róbert hefur verið duglegur að mæta í vetur. Sýnir framfarir, er jákvæður, prúður og áhugasamur iðkandi.

Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir. Jóhanna hefur tekið virkan þátt í þjálfun. Hefur hún aðstoðað við íþróttaskólann í vetur og mun einnig aðstoða við frjálsar íþróttir eftir áramót. Hún hefur tekið þátt í skólahreysti fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra. Hún er áhugasöm og sýnir góðan samstarfsvilja.

Ágústa Sóley Brynjarsdóttir, Gígja Kristín Harðardóttir, Herdís Erla Elvarsdóttir og Sigríður Emma Magnúsdóttir. Þessar stelpur eiga það allar sameiginlegt að vera afar efnilegir knapar, eru duglegar að sinna hestunum sínum, æfa sig mikið, sýna miklar framfarir og hafa allar endað keppnistímabilið í úrslitum á Fjórðungsmóti Vesturlands.

Nóa Sophia Ásgeirsdóttir. Nóa hefur mikla reynslu, þjálfar markvisst, er metnaðarfull og leggur sig alla fram til að ná árangri.

Júlía Sólín Ásgeirsdóttir. Júlía er hugmyndarík, barngóð og afar traust i þjálfun.

Líney Hekla Antonsdóttir,.Líney nær vel til barna, stjórnar hópum af öryggi og er skemmtileg í samskiptum.

Inga Lena Apel Ingadóttir. Inga Lena er skipulögð, metnaðarfull og markviss í öllu sínu starfi.

Aldís Antonía Lundberg Júlíusdóttir. Aldís er barngóð, ljúf, hugmyndarík og alltaf jákvæð.

Helga mist Magnúsdóttir. Helga Mist hefur sýnt gríðarlegan áhuga, dugnað og úthald að mæta á æfingar þrátt fyrir að vera nýbúin í aðgerð og hreyfigetan mjög lítil. Hún sýndi bæði þolinmæði og vilja til að halda áfram og gefast ekki upp.

Herborg Gróa Hannesdóttir. Herborg starfaði sem þjálfari í vor og stóð sig með mikilli prýði. Hún sinnti hlutverki sínu af ábyrgð, sýndi hestum umhyggju og var bæði barngóð og fyrirmynd í starfi. Innilega til hamingju með þessar verðskulduður tilnefningar, við hlökkum til að fylgjast áfram með ykkar vegferð.

Á myndina vantar nokkra af þeim sem að hlutu hvatningarverðlaun.

Foreldrar tilnefnda og aðrir gestir.

Stjórn USVH þakkar öllum innilega til hamingju með sinn hlut.

Deila frétt:

Tengdar fréttir