Search

Héraðsmót USVH

Héraðsmót USVH fór fram fimmtudaginn 23. ágúst á vellinum upp í Kirkjuhvammi. Alls tóku 27 krakkar þátt í keppninni og stóðu þau sig öll með prýði. Yngstu krakkarnir kepptu í boltakasti, langstökki, 60 m hlaupi og 400 m hlaupi en þau eldri kepptu auk þess í hástökki og einhverjir köstuðu spjóti, kúlu og hlupu 600 m í stað 400 m. Keppnin var því fjölbreytt og skemmtileg og allir krakkar með bros á vör.

Deila frétt:

Tengdar fréttir