Search

Búið er að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmótið

Búið er að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn hefst 1. ágúst næstkomandi og verður því slitið 4. ágúst.

Hver og einn sér um að skrá sitt barn en USVH greiðir niður skráningargjald og gerist það sjálfkrafa þegar gengið er frá skráningu og aðildarfélag valið. Skráningar fara fram í gengum heimasíðu UMFÍ.

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir mun hafa umsjón með skráningum svo það má hafa samband við hana ef einhver vandamál koma upp fram að móti.

Deila frétt:

Tengdar fréttir