84. Héraðsþing USVH

84. Héraðsþing USVH var haldið í félagsheimilinu Víðihlíð þann 8. apríl síðastliðinn og var það Ungmennafélagið Víðir sem sá um skipulagningu þess í ár. Fundarstjóri þingsins var Júlíus Guðni Antonsson og var Sara Ólafsdóttir, ritari USVH, fundarritari þingsins með aðstoð Antoni Scheel Birgissyni, framkvæmdastjóra USVH.

Gestir þingsins voru þau Garðar Svansson frá ÍSÍ, Jón Aðalsteinn frá UMFÍ og svæðisfulltrúar UMFÍ þau Halldór Lárusson og Sigríður Inga Viggósdóttir.

Á þinginu voru lagðar til nokkrar breytingar á lögum USVH og reglugerð styrktarsjóðs USVH sem allar voru samþykktar. 

Meðal þess sem þingið ályktaði var að skora á Sveitarfélagið á Húnaþing vestra að styrkja aðildarfélög USVH með niðurfellingu á leigu á íþróttahúsinu á Hvammstanga fyrir skipulagða íþróttastarfsemi.

Þingið hvetur einnig aðildarfélög USVH að láta ekki tímasetningar æfinga skarast á milli íþróttagreina í skipulögðu barnastarfi.

Þingið skorar svo á stjórn UMFÍ og Framkvæmdastjórn ÍSÍ að endurskoða reglur um úthlutun lottófjármuna til að koma í veg fyrir þá miklu skerðingu sem minni íþróttahéruð og aðildarfélög þeirra hafa orðið fyrir.

Í lok þings voru kosningar til stjórnar USVH og voru niðurstöður eftirfarandi.

Kjörinn var varaformaður til tveggja ára og heldur Halldór Sigfússon áfram í því starfi.

Kjörinn var gjaldkeri til tveggja ára og heldur Ómar Eyjólfsson áfram í því starfi.

Kjörinn var nýr ritari til tveggja ára en Sara Ólafsdóttir lætur af störfum sem ritari og tekur Guðný Helga Björnsdóttir við af henni. Stjórn USVH og þingmeðlimir þakka Söru Ólafsdóttir fyrir vel unnin störf.

Kjörnir varamenn í voru, fyrsti varamaður til eins árs, Birgir Þór Þorbjörnsson , annar varamaður til eins árs,Katarina Borg og þriðji varamaður til eins árs, Kristinn Arnar Benjamínsson. Stjórn USVH og þingmeðlimir þakka þeim Reimari Marteinssyni, Pálma Ríkharðssyni og Valdimari Gunnlaugssyni fyrir vel unnin störf.

Tveir skoðunarmenn til eins árs voru kosnar þær Kristín Ólafsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Einn skoðunarmaður til vara til eins árs var kosin Þórdís Helga Benediktsdóttir.

Júlíus Guðni Antonsson sá um fundarstjórn.

Svæðisfulltrúar UMFÍ þau Halldór Lárusson og Sigríður Inga Viggósdóttir, Jón Aðalsteinn frá UMFÍ, Sveinbjörg Pétursdóttir, formaður USVH, Garðar Svansson frá ÍSÍ og Anton Scheel Birgisson, framkvæmdastjóri USVH.

Svæðisfulltrúar UMFÍ þau Sigríður Inga Viggósdóttir og Halldór Lárusson.

Þingmeðlimir frá Hestamannafélaginu Þyt.

Deila frétt:

Tengdar fréttir