Hið 84. héraðsþing Ungmennasambands V-Húnvetninga (USVH) verður haldið þriðjudaginn 8. apríl næstkomandi, kl. 17:00 í félagsheimilinu í Víðihlíð. Þingið er árlegur viðburður þar sem farið er yfir starfsemi sambandsins, lagðir fram reikningar og tillögur og kosið í embætti.

Á dagskrá eru hefðbundin þingstörf, ávörp gesta frá ÍSÍ og UMFÍ, nefndarvinna og kosningar. Þingið er mikilvægur vettvangur fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf í héraðinu og eru fulltrúar aðildarfélaga hvattir til góðrar þátttöku.