Search

82. Héraðsþing USVH

82. Héraðsþing USVH 

82. Héraðsþing USVH var haldið í Grunnskóla Húnaþings vestra þriðjudaginn 28. mars kl. 17:00. Þingið gekk vel og mættu fulltrúar frá aðildarfélögunum, Umf Kormáki, Hestamannafélaginu Þyt, Umf Víði og Umf Gretti. Júlíus Guðni Antonsson var þingforseti. 

Gestir þingsins voru Garðar Svansson, f.h. ÍSÍ og Ómar Braga Stefánsson f.h. UMFÍ. Þökkum við þeim kærlega fyrir að mæta á þingið. 

Niðurstöður kosninga á Héraðsþingi:

Halldór Sigfússon sem varaformaður til tveggja ára

Ómar Eyjólfsson sem gjaldkeri til tveggja ára

Sara Ólafsdóttir sem ritari til tveggja ára

Pálmi Geir Ríkharðsson sem 1. varamaður til eins árs

Reimar Marteinsson sem 2. varamaður til eins árs

Valdimar Gunnlaugsson sem 3. varamaður til eins árs

Tveir skoðunarmenn: Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir til eins árs

Einn skoðunarmaður til vara til eins árs: Þórdís Helga Benediktsdóttir til eins árs

Viljum við þakka fyrir gott Héraðsþing og færum sérstakar þakkir til Umf Kormáks en félagið sá um að halda þingið í ár.

Stjórn USVH 

Deila frétt:

Tengdar fréttir