81. Héraðsþing USVH var haldið í félagsheimilinu Ásbyrgi þriðjudaginn 5. apríl kl. 17:00. Þingið gekk vel og mættu fulltrúar frá aðildarfélögunum, Umf Kormáki, Hestamannafélaginu Þyt, Umf Víði og Umf Gretti. Júlíus Guðni Antonsson var þingforseti.
Gestir þingsins voru Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson varaformaður UMFÍ. Gunnar Þór afhenti formanni USVH afmælisplatta í tilefni 90 ára afmælis USVH. Fluttu þau bæði ávarp og þökkum við þeim kærlega fyrir að mæta á þingið.
Niðurstöður kosninga á Héraðsþingi:
Guðrún Helga Magnúsdóttir sem formaður til tveggja ára
Elísa Ýr Sverrisdóttir sem meðstjórnandi til tveggja ára
Pálmi Geir Ríkharðsson sem 1. varamaður til eins árs
Linda Sóley Guðmundsdóttir sem 2. varamaður til eins árs
Reimar Marteinsson sem 3. varamaður til eins árs
Tveir skoðunarmenn: Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir til eins árs
Einn skoðunarmaður til vara til eins árs: Þórdís Helga Benediktsdóttir til eins árs
Viljum við þakka fyrir gott Héraðsþing og færum sérstakar þakkir til Umf Grettis en félagið sá um að halda þingið í ár.
Stjórn USVH