80. Héraðsþing USVH var haldið í Víðihlíð miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 17:00. Þingið gekk vel og mættu fulltrúar frá aðildarfélögunum, UMF Kormáki, Hestamannafélaginu Þyt, UMF Víði og UMF Gretti.
Júlíus Guðni Antonsson var þingforseti og þökkum við honum fyrir vel unnin störf á þinginu.
Gestir þingsins voru Þórey Edda Elísdóttir, varaformaður ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson, stjórnarformaður UMFÍ. Fluttu þau bæði ávarp og þökkum við þeim kærlega fyrir að mæta á þingið.
Niðurstöður kosninga á Héraðsþingi:
Varamaður til tveggja ára: Halldór Sigfússon
Gjaldkeri til tveggja ára: Ómar Eyjólfsson
Ritari til tveggja ára: Sara Ólafsdóttir
1. varamaður til eins árs: Reimar Marteinsson
2. varamaður til eins árs: Linda Sóley Guðmundsdóttir
3. varamaður til eins árs: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Tveir skoðunarmenn til eins árs: Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir
Einn skoðunarmaður til vara til eins árs: Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir
Linda Sóley og Elísa Ýr koma nýjar inn í stjórn USVH sem varamenn en þær taka við af Guðrúnu Eik Skúladóttur og Dagrúnu Sól Barkardóttur. Á sama tíma og við þökkum Guðrúnu Eik og Dagrúnu Sól fyrir störf sín á liðnu ári þá bjóðum við Lindu Sóley og Elísu Ýr velkomna til starfa.
Hafdís Brynja kemur ný inn sem skoðunarmaður til vara en áður var Elín Jóna Rósinberg í þeirri stöðu. Þökkum við Elínu Jónu fyrir störf sín undanfarið ár og bjóðum Hafdísi Brynju velkomna til starfa.
Viljum við þakka fyrir gott Héraðsþing og færum sérstakar þakkir til UMF Víðis en félagið sá um að halda þingið í ár.
Stjórn USVH