79. Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga fer fram í félagsheimilinu á Hvammstanga mánudaginn 15. júní klukkan fimm.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi;
Klukkan 17.00
1. Þingsetning
2. Kjörnir starfsmenn þingsins og kjörbréfanefnd
3. Skýrsla stjórnar og reikningar
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
Klukkan 17.30
5. Ávörp gesta
6. Lagðar fram tillögur fyrir þingið
Klukkan 18.00
7. Nefndarstörf
Klukkan 19:00
Matarhlé
Klukkan 19:30
8. Ályktanir nefnda
Klukkan 20:00
9. Kosningar
- Formaður til tveggja ára
- Meðstjórnandi til tveggja ára
- Fyrsti varamaður til eins árs
- Annar varamaður til eins árs
- Þriðji varamaður til eins árs
- Tveir skoðunarmenn til eins árs
- Einn skoðunarmaður til vara til eins árs
10. Önnur mál
Klukkan 20:30
11. Þingslit