Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fimmtudaginn 29. desember.
Íþróttamaður USVH árið 2016 var kjörin Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík en hún hlaut 51 stig í kjörinu. Í öðru sæti var Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal með 20 stig og í þriðja sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Val með 19. Verðlaunahafar hlutu eignarbikara og Salbjörg farandbikar auk styrks frá Landsbankanum á Hvammstanga.
Salbjörg hefur stimplað sig inn sem einn af lykilleikmönnum hjá Keflavík sem trónir nú á toppinum í Dominos deildinni. Salbjörg er sterkur varnarmaður og eins og undanfarin ár leiðir hún deildina með 25 varin skot. Hún var einnig valin inn í A-landslið kvenna 2016 og hefur hún spilað 3 leiki og staðið sig með príði.