UNGMENNASAMBAND VESTUR-HÚNVETNINGA
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH) var stofnað 28. júní árið 1931. Í upphafi bar USVH
nafnið Samband ungmennafélga í Vestur-Húnavatnssýslu skammstafað SUVH og var tilgangur
sambandsins að vinna að því að sameina krafta hinna einstöku félaga. Félagsstarfssemi sambandsins
efldi íþróttalíf og samkomur manna og kvenna í héraði frá upphafi. Samþykkt var á aðalfundi 12. apríl
1942 að sækja um inngöngu í UMFÍ. Árið 1956 var nafni sambandsins breytt í Ungmennasamband
Vestur-Húnavatnssýslu, skammstafað USVH. Á 77. Héraðsþingi USVH 14. mars 2018 var nafni
félagsins síðan breytt í Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga.
Frekari upplýsingar má finna hér í handbók USVH.