Nýr framkvæmdastjóri USVH

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH) hefur ráðið Anton Scheel Birgisson sem nýjan framkvæmdastjóra sambandsins. Anton er enginn nýgræðingur í starfi framkvæmdastjóra USVH, þar sem hann hefur áður gegnt því og er því vel kunnugur starfsemi sambandsins.

Anton er menntaður sálfræðingur og starfar í dag sem sálfræðingur hjá Húnaþingi vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hann hefur einnig lokið námi í verkefna- og mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þekking hans og reynsla mun án efa nýtast honum vel í verkefnum innan USVH.

Við hjá USVH viljum um leið nota tækifærið til að þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Heiðrúnu Nínu Axelsdóttur, fyrir samstarfið síðustu ár og fyrir vel unnin störf. Heiðrún hefur verið mikilvægur hlekkur í starfi sambandsins og við óskum henni velfarnaðar í komandi verkefnum. USVH fagnar því að fá Anton aftur í hópinn og hlakkar til að vinna með honum að framgangi og þróun á starfsemi sambandsins.

Við óskum Antoni velfarnaðar í nýju starfi og hlökkum til samstarfsins!

Deila frétt:

Tengdar fréttir