Lög Sundfélagsins Húna

1. grein
Félagið heitir Sundfélagið Húnar, heimili og varnarþing þess skal vera í Húnaþingi vestra.

2. grein
Markmið félagsins er að stunda þjálfun og kennslu í sundi og öðrum íþróttum fyrir alla aldurshópa.

3. grein
Öllum þeim sem hafa áhuga á að vinna að eflingu íþróttastarfs í Húnaþingi vestra er heimilt að gerast félagsmenn. Allir sem keppa á vegum félagsins verða sjálfkrafa félagar.

4. grein
Aðalfund skal halda í febrúar – mars ár hvert og skal til hans boðað með minnst 10.daga fyrirvara. Í stjórn skulu kosnir eftirtaldir til tveggja ára í senn: Formaður, gjaldkeri, ritari og tveir varamenn. Aðalfundur skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga. Aðeins þeir félagsmenn sem eru 18 ára og eldri hafa kosningarétt á aðalfundi.

5. grein
Félagið er hægt að leggja niður á fundi sem er til þess sérstaklega boðaður með 14.daga fyrirvara og skal fundurinn ráðstafa eigum þess. 2/3 hluta atkvæða fundarmanna þarf til að leggja félagið niður.

6. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta atkvæða.

7. grein
Þar sem lög þessi ná ekki til skulu lög UMFÍ og ÍSÍ gilda.

Samþykkt á aðalfundi Sundfélagsins Húna 11.mars 2008